top of page

Höfn nútíðar og Höfn framtíðar!

Á vel sóttum íbúafundi í Vöruhúsinu 12. október var Höfn í nútíð og framtíð til umræðu. Fundurinn var hluti af endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Um 50 manns tóku þar þátt í líflegum umræðum sem skiluðu heilmiklu efni fyrir skipulagsráðgjafa og umhverfis- og skipulagsnefnd að vinna úr. Efnið verður nýtt við að móta tillögur að markmiðum og skipulagsákvæðum í nýju aðalskipulagi. Sveitarfélagið þakkar þátttakendum fyrir þeirra mikilvæga framlag og hvetur íbúa alls sveitarfélagsins til að fylgjast með framgangi endurskoðunar aðalskipulags á aðalskipulagsvefnum. Senda má inn hugmyndir og sjónarmið hvenær sem er á meðan nýtt aðalskipulag er í mótun. Þær sendist á netfangið adalskipulag@hornafjordur.is.





Aðrar fréttir
bottom of page