top of page
Hali 2020-07-24 013.jpg

Fréttir

Hlutverk aðalskipulags

Aðalskipulag er áætlun sveitarfélags til a.m.k. 12 ára, um þróun landnotkunar, byggðar, byggðarmynsturs og samgöngu- og þjónustukerfa.  Áætlunin markar einnig stefnu sveitarstjórnar í umhverfismálum.

 Í aðalskipulagi eru svæði til mismunandi nota, s.s. svæði fyrir íbúðir, þjónustu og atvinnustarfsemi, þ.m.t. landbúnaðarsvæði. Sett eru skipulagsákvæði fyrir hvert og eitt til nánari útfærslu í deiliskipulagi einstakra svæða.

Ástæður endurskoðunar

Gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins var staðfest 2014 og því kominn tími á að fara yfir hvaða breytingar hafa orðið í umhverfi og samfélagi og endurskoða aðalskipulagið m.t.t. þeirra. 

Framgangur endurskoðunar

Á þessum vef verða sagðar fréttir af endurskoðuninni eftir því sem henni vindur fram. Einnig verða birt gögn sem verða til í vinnuferlinu. Fyrsta skref vinnunnar er gerð verkefnislýsingar sem lýsir helstu forsendum og áherslum endurskoðunar ásamt nálgun við kynningu, samráð og umhverfismat. Verkefnislýsinguna má lesa hér

2397888_edited.jpg

Endurskoðun aðalskipulags
Sveitarfélagsins Hornafjarðar

Iceland_Hornafjordur_Skjaldamerki.png

Áætluð tímarás

febrúar - júní 2023

febrúar - október 2023

maí - desember 2023

október 2023 - mars 2024

apríl - ágúst 2024

Verkefnislýsing

Lýsing kynnt á vef með 4 vikna umsagnarfresti.

Vefkönnun um lýsinguna birt.

Greining og stefnudrög

Drög kynnt á vef og vefkönnun um þau birt.

Skipulag þéttbýlis 

Drög kynnt og rædd á opnum fundi.

Skipulag dreifbýlis

Drög kynnt og rædd á opnum fundum.

Vinnslutillaga

Heildartillaga fyrir þéttbýli og dreifbýli

kynnt og send til umsagnar​. 

september - desember 2024

Auglýsingartillaga

Formleg heildartillaga auglýst með 6 vikna athugasemdafresti, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.

janúar - maí 2025

Lokaafgreiðsla

Úrvinnsla úr athugasemdum við auglýsta tillögu og þeim svarað. Aðalskipulagstillagan samþykkt af sveitarstjórn og niðurstaða auglýst​. Nýtt aðalskipulag staðfest af Skipulagsstofnun.

Um endurskoðunina
Tímarás
Contact
bottom of page