Fréttir
Hlutverk aðalskipulags
Aðalskipulag er áætlun sveitarfélags til a.m.k. 12 ára, um þróun landnotkunar, byggðar, byggðarmynsturs og samgöngu- og þjónustukerfa. Áætlunin markar einnig stefnu sveitarstjórnar í umhverfismálum.
Í aðalskipulagi eru svæði til mismunandi nota, s.s. svæði fyrir íbúðir, þjónustu og atvinnustarfsemi, þ.m.t. landbúnaðarsvæði. Sett eru skipulagsákvæði fyrir hvert og eitt til nánari útfærslu í deiliskipulagi einstakra svæða.
Ástæður endurskoðunar
Gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins var staðfest 2014 og því kominn tími á að fara yfir hvaða breytingar hafa orðið í umhverfi og samfélagi og endurskoða aðalskipulagið m.t.t. þeirra.
Framgangur endurskoðunar
Á þessum vef verða sagðar fréttir af endurskoðuninni eftir því sem henni vindur fram. Einnig verða birt gögn sem verða til í vinnuferlinu. Fyrsta skref vinnunnar er gerð verkefnislýsingar sem lýsir helstu forsendum og áherslum endurskoðunar ásamt nálgun við kynningu, samráð og umhverfismat. Verkefnislýsinguna má lesa hér.
Endurskoðun aðalskipulags
Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Áætluð tímarás
febrúar - júní 2023
febrúar - október 2023
maí - desember 2023
október 2023 - júlí 2024
júlí - desember 2024
Verkefnislýsing
Lýsing kynnt á vef með 4 vikna umsagnarfresti.
Vefkönnun um lýsinguna birt.
Greining og stefnudrög
Drög kynnt á vef og vefkönnun um þau birt.
Skipulag þéttbýlis
Drög kynnt og rædd á opnum fundi.
Skipulag dreifbýlis
Drög kynnt og rædd á opnum fundum.
Vinnslutillaga
Heildartillaga fyrir þéttbýli og dreifbýli
kynnt og send til umsagnar.
janúar - maí 2025
Auglýsingartillaga
Formleg heildartillaga auglýst með 6 vikna athugasemdafresti, í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.
maí - september 2025
Lokaafgreiðsla
Úrvinnsla úr athugasemdum við auglýsta tillögu og þeim svarað. Aðalskipulagstillagan samþykkt af sveitarstjórn og niðurstaða auglýst. Nýtt aðalskipulag staðfest af Skipulagsstofnun.