top of page

Skipulagsgögn

Greinargerð og uppdrættir

Nýtt aðalskipulag verður sett fram í skipulagsgreinargerð og á skipulagsuppdráttum fyrir þéttbýli og dreifbýli.

Einnig verða birtir þemauppdrættir, s.s. fyrir landbúnaðarland og vegi utan þjóðvegakerfisins.  

Skipulagsvefsjá

Uppdrættirnir verða jafnframt aðgengilegir í kortavefsjá.

Skjöl á vinnslustigi

Mótun nýs aðalskipulags skiptist í nokkra áfanga og verða drög birt hér að neðan eftir því sem þau verða til. Áfangarnir eru:

  • ​Verkefnislýsing

  • Greining og stefnudrög

  • Skipulag þéttbýlis

  • Skipulag dreifbýlis

  • Vinnslutillaga til kynningar og umsagnar

  • Auglýsingartillaga með 6 vikna athugasemdafresti

  • Lokaafgreiðsla

Verkefnislýsing
image.png

Á íbúafundum 27. og 28. nóvember á Hótel Vatnajökli og Hofgarði var nútíð og framtíð dreifbýlisins til umræðu. Hér má finna glærur frá kynningum fundarins þar sem meðal annars var farið yfir nálgun við endurskoðun aðalskipulags og greiningu á dreifbýlinu í nútíð.

Hornafjörður júlí 2023 050.jpg

Í könnunni er m.a. spurt um áformaðar eða líklegar breytingar á landnotkun eða framkvæmdir á viðkomandi jörð/landareign á næstu 12-15 árum, s.s. tengdum skógrækt, frístundabyggð, ferðaþjónustu, iðnaðarstarfsemi, orkuöflun, efnistöku, vegagerð, endurheimt votlendis eða framræslu.

 

Við óskum því eftir að sem flestir landeigendur gefi sér tíma til að svara könnuninni sem finna má hér.

A1609-072-U01 Íbúafundur úrvinnsla kort_

Hér er birt samantekt um skilaboð fundargesta af íbúafundi á Höfn þann 12. október 2023 þar sem Höfn í nútíð og framtíð var til umræðu. Fundurinn var haldinn í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og verða skilaboðin nýtt við að móta tillögur að markmiðum og skipulagsákvæðum í nýju aðalskipulagi.

Í samantektinni eru meginskilaboð fundargesta dregin saman bæði í texta og á korti en einnig er ítarlegt yfirlit yfir allar ábendingar og hugmyndir sem komu fram.

image.png

Á íbúafundi í Vöruhúsinu 12. október var Höfn í nútíð og framtíð til umræðu. Hér má finna glærur frá kynningum fundarins þar sem meðal annars var farið yfir nálgun við endurskoðun aðalskipulags og greiningu á Höfn í nútíð.

Screenshot 2023-03-29 152448.png

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú verkefnislýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Screenshot 2023-10-10 130750.png

Vefsjá fyrir tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar.

image.png

Gildandi aðalskipulag og allar breytingar sem gerðar hafa verið á því er að finna í skipulagsvefsjá Skipulagsstofnunar. Ef smellt er á sveitarfélagið Hornafjörð á kortinu opnast nýr gluggi þar sem finna má öll gögn gildandi aðalskipulags

bottom of page