top of page

Vinnufundur um drög að vinnslutillögu 14. mars 2025

  • Writer: Matthildur Elmarsdottir
    Matthildur Elmarsdottir
  • Mar 17
  • 1 min read

Í blíðviðrinu föstudaginn 14. mars sl. komu fulltrúar úr umhverfis- og skipulagsnefnd og bæjarstjórn saman á Höfn til að fara yfir og ræða drög að skipulagsákvæðum fyrir dreifbýlið. Skipulagsráðgjafi fór yfir tillögur að mörkum óbyggðra svæða og landbúnaðarsvæða og helstu ákvæði um landnotkun og mannvirkjagerð á þeim svæðum. Einnig var farið yfir drög að ákvæðum um íbúðarbyggð og ferðaþjónustu í sveitum, sem og skógrækt og vindorkunýtingu. Á grunni umræðu á fundinum verða drögin unnin áfram og á næstu vikum verður gengið frá tillögu á vinnslustigi til kynningar skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Vinnslutillagan verður þá auglýst og birt í Skipulagsgátt og íbúum og öðrum hagsmunaaðilar fá frest til að kynna sér hana og senda inn ábendingar og umsagnir. Unnið verður úr þeim síðsumars áður en gengið verður frá aðalskipulagstillögu til formlegrar auglýsingar næsta haust.



 
 
Aðrar fréttir
bottom of page