top of page

Íbúafundir um sveitir framtíðar

  • Writer: Kristborg Þráinsdóttir
    Kristborg Þráinsdóttir
  • Nov 23, 2023
  • 1 min read

Hvernig viljum við að byggð og innviðir þróist og hvernig stuðlum við að jafnvægi á milli nýtingar og verndar auðlinda?


Bæjarstjórn býður til tveggja íbúafunda um mótun aðalskipulags fyrir dreifbýli Hornafjarðar.


Fyrri fundurinn verður mánudaginn 27. nóvember nk. kl. 17:00-19.30 á Hótel Vatnajökli. Síðari fundurinn verður þriðjudaginn 28. nóvember kl. 14:00-16:30 í Hofgarði. Boðið verður upp á hressingu.


Fundunum er ætlað að fá fram sjónarmið og hugmyndir íbúa um framtíðarsýn og áherslur í skipulagi sveitanna. Sem upplegg að umræðum kynna skipulagsráðgjafar frá Alta greiningu og drög að meginmarkmiðum.


Allir sem hafa áhuga á framtíðarþróun sveitarfélagsins eru hvattir til að mæta!

Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags má finna hér á vefnum.



ree





 
 
Aðrar fréttir
bottom of page