Leitað til landeigenda og ábúenda
- Kristborg Þráinsdóttir
- Jun 13, 2023
- 1 min read
Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar stendur yfir og nú hefur sveitarfélagið birt vefkönnun þar sem leitað er til landeigenda og ábúenda um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum. Vefkönnunina og nánari upplýsingar um hana og endurskoðun aðalskipulagsins má finna hér.

Hagsmunaaðilar eru hvattir til að svara könnuninni fyrir 5. júlí nk.











