top of page

Hvaða umhverfis- og skipulagsmál brenna á þér?

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur hafið endurskoðun aðalskipulags og birtir nú verkefnislýsingu þar sem farið er yfir hvaða viðfangsefni í umhverfis- og skipulagsmálum verða til umfjöllunar í endurskoðuninni. Einnig er vinnuferlinu lýst og hvernig kynningu og samráði verður háttað.

Lýsingin byggir á mati á þróun sem orðið hefur frá því gildandi aðalskipulag var staðfest árið

2014. Hún byggir einnig á á tveimur vinnustofum þar sem fulltrúar í sveitarstjórn og umhverfis- og skipulagsnefnd, auk starfsmanna sveitarfélagsins á helstu málefnasviðum, ræddu um áskoranir og tækifæri sveitarfélagsins m.t.t. umhverfis- og skipulagsmála.


Nú er leitað til íbúa og annarra hagsmunaaðila um hvort lýsingin nær til allra viðfangsefna sem brenna á íbúum í þessum málaflokki.


Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér lýsinguna og senda ábendingar og sjónarmið sem varða efni hennar í gegnum skipulagsgátt Skipulagsstofnunar fyrir 10. júní 2023.


Kynning lýsingarinnar er skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og 14. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana

 



Aðrar fréttir
bottom of page