top of page

Tillaga á vinnslustigi til umsagnar og ábendinga

  • Writer: Matthildur Elmarsdottir
    Matthildur Elmarsdottir
  • Jun 6
  • 1 min read


Tillaga að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur verið birt í Skipulagsgátt til umsagnar íbúa, landeigenda, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila, sem og aðliggjandi sveitarfélaga og viðeigandi stofnana. Kynning tillögunnar á þessu stigi er á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.


Aðalskipulagstillagan samanstendur af skipulagsgreinargerð, forsendu- og umhverfismatsskýrslu og aðalskipulagsvefsjá og má nálgast gögnin í Skipulagsgátt.

Leiðbeiningar um skipulagsgögnin er að finna hér.


Kynningarfundir og opin hús um aðalskipulagstillöguna:

  • Fjarfundur um þéttbýlið á Höfn verður miðvikudaginn 18. júní kl. 15-17.

  • Fjarfundur um dreifbýlið verður fimmtudaginn 19. júní kl. 15-17.

  • Opið hús umhverfis- og skipulagsstjóra

    • í Hofgarði 19. júní kl. 9-13

    • í Holti 24. júní kl 9-16

    • á Höfn 26. júní kl 9-16

Tenglar á fjarfundina verða settir á vef og Facebook-síðu sveitarfélagsins. Upptökur af fundunum verða aðgengilegar þar og hér eftir á.


Frestur til að senda inn ábendingar og umsagnir um aðalskipulagstillöguna er til og með 6. ágúst 2025 skal skila þeim í gegnum Skipulagsgátt eða til adalskipulag@hornafjordur.is


Að umsagnarfresti liðnum mun umhverfis- og skipulagsnefnd fjalla um framkomnar ábendingar og umsagnir og ganga frá aðalskipulagstillögu til auglýsingar skv. 31. gr. skipulagslaga og 15. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana.



 
 
Aðrar fréttir
bottom of page