top of page

Sveitir Hornafjarðar í nútíð og framtíð

  • Writer: Kristborg Þráinsdóttir
    Kristborg Þráinsdóttir
  • Nov 30, 2023
  • 1 min read

Updated: Dec 4, 2023

Þann 27. og 28. nóvember 2023 voru haldnir opnir íbúafundir um þróun umhverfis og samfélags í dreifbýli Sveitarfélagsins Hornafjarðar, í tengslum við endurskoðun aðalskipulags. Fyrri fundurinn var á Hótel Vatnajökli og sá síðari í Hofgarði og mættu á bilinu 20-30 manns á hvorn um sig. Skipulagsráðgjafar frá Alta kynntu viðfangsefni aðalskipulags í sveitunum og stýrðu síðan umræðu um þau. Margskonar gagnlegar ábendingar og tillögur voru settar á blað og verður samantekt um þær birt hér á aðalskipulagsvefnum innan tíðar. Efnið verður nýtt við að móta tillögur að markmiðum og skipulagsákvæðum í nýju aðalskipulagi.


Sveitarfélagið þakkar þátttakendum fyrir þeirra mikilvæga framlag og hvetur um leið landeigendur og ábúendur að svara vefkönnun um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum fyrir árslok 2023.





 
 
Aðrar fréttir
bottom of page