Svarfrestur til áramóta - könnun til landeigenda og ábúenda
Endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar stendur yfir og nú hefur sveitarfélagið birt vefkönnun þar sem leitað er til landeigenda og ábúenda um stöðu og þróun landnotkunar á þeirra jörðum eða landareignum. Vefkönnunina og nánari upplýsingar um hana má finna hér.
Í könnunni er m.a. spurt um áformaðar eða líklegar breytingar á landnotkun eða framkvæmdir á viðkomandi jörð/landareign á næstu 12-15 árum, s.s. tengdum skógrækt, frístundabyggð, ferðaþjónustu, iðnaðarstarfsemi, orkuöflun, efnistöku, vegagerð, endurheimt votlendis eða framræslu.
Mikilvægt er að fá fram þessar upplýsingar nú svo nýtt aðalskipulag taki sem best mið af þróun í dreifbýli og einnig til að koma í veg fyrir kostnað og fyrirhöfn sem getur fylgt því að breyta aðalskipulagi síðar.
Svarfrestur hefur verið lengdur og eru hagsmunaaðilar hvattir til að svara könnuninni fyrir áramót nk.