top of page

Skilaboð fundargesta af íbúafundi á Höfn

Hér er birt samantekt um skilaboð fundargesta af íbúafundi í Vöruhúsinu á Höfn þann 12. október sl. þar sem Höfn í nútíð og framtíð var til umræðu. Fundurinn var haldinn í tengslum við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins og verða skilaboðin nýtt við að móta tillögur að markmiðum og skipulagsákvæðum í nýju aðalskipulagi.


Umræður á fundinum snerumst um hvernig gera mætti Höfn að enn fallegri, náttúrulegri, aðgengilegri, skemmtilegri og öflugri bæ. Fjölmargar áhugaverðar ábendingar komu fram, s.s. um hvernig mætti fegra bæjarmyndina, bæta gatnakerfi, göturými og önnur almenningsrými. Einnig hvernig skipulag getur stutt við atvinnulíf og þjónustu og styrkt kjarna bæjarins. Þá var bent á ýmislegt sem snýr að náttúruvernd, loftslagsbreytingum og aðstöðu til útivistar.


Í samantektinni eru meginskilaboð fundargesta dregin saman bæði í texta og á korti en einnig er ítarlegt yfirlit yfir allar ábendingar og hugmyndir sem komu fram.


Hornafjarðarbær þakkar þátttakendum fyrir þeirra mikilvæga framlag og hvetur íbúa alls sveitarfélagsins til að fylgjast með framgangi endurskoðunar aðalskipulags hér á aðalskipulagsvefnum. Senda má inn hugmyndir og sjónarmið hvenær sem er á meðan nýtt aðalskipulag er í mótun. Þær sendist á netfangið adalskipulag@hornafjordur.is.


Íbúafundir um skipulag dreifbýlisins verða haldnir 27. og 28. nóvember nk.og verða auglýsingar um þá birtar innan tíðar.




Comments


Aðrar fréttir
bottom of page