top of page

FRESTUN til 12. október - Íbúafundur um Höfn framtíðarinnar

Íbúafundi um þróun byggðar og umhverfis á Höfn hefur verið frestað til fimmtudagsins 12. október vegna slæmrar veðurspár og röskunar á samgöngum frá Reykjavík til Hafnar fyrir gesti fundarins frá Alta ráðgjafafyrirtæki.


Bæjarstjórn býður til íbúafundar um mótun byggðar og umhverfis á Höfn. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 12. október kl. 17:00-19.30 í Vöruhúsinu.


Tilefni fundarins er yfirstandandi endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Hornafjarðar.


Fundinum er ætlað að fá fram sjónarmið og hugmyndir íbúa um framtíðarsýn og áherslur í skipulagi bæjarins. Sem upplegg að umræðum kynna skipulagsráðgjafar frá Alta greiningu og drög að markmiðum.


Allir sem hafa áhuga á framtíð bæjarins eru hvattir til að mæta! Boðið verður upp á súpu og brauð.


Upplýsingar um endurskoðun aðalskipulags má finna hér á vefnum.





Comments


Aðrar fréttir
bottom of page