top of page

Framgangur við mótun nýs aðalskipulags

Stýrihópur hefur haft umsjón með endurskoðun aðalskipulagsins en hann skipa fimm fulltrúar, þ.e. einn frá hverju framboði, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og bæjarstjóri. Stýrihópurinn hefur til þessa fundað níu sinnum til að ræða drög að skipulagsstefnu sem hafa síðan verið send umhverfis- og skipulagsnefnd og bæjarstjórn til rýni. Á síðustu mánuðum hafa skipulagsákvæði verið í mótun en þau skiptast í almenn ákvæði fyrir landnotkunarflokka og sértæk ákvæði fyrir einstaka landnotkunarreiti. 


Framundan er fullvinnsla vinnslutillögu sem verður kynnt á vef og gefinn tími til umsagna áður en gengið verður frá tillögu til formlegrar auglýsingar með tilskyldum 6 vikna athugasemdafresti. 


Umráðafólki lands gefst enn tækifæri til að svara könnun um landnotkun og/eða senda inn tillögur að breytingum frá gildandi aðalskipulagi, en allra síðasti frestur er til 16. október.


Vinnuferlið til þessa og gróf tímaáætlun framundan:



Aðrar fréttir
bottom of page